í kjallaranum

laugardagur, október 14, 2006

nýstofnað vefrit

nýstofnað helguland

aðrar systur er hægt að finna á götum reykjavíkur. bless í bili.

laugardagur, september 16, 2006

Ég er svona pínulítið aðeins að spá í að kíkja á Nick Cave tónleika á eftir.

fimmtudagur, september 14, 2006

Læst úti í hellirigningu!

Þá getur maður nú aldeilis þakkað guði fyrir Kaffitár í Þjóðminjasafninu og Radiohead.

Amnesiac hljómar eiginlega bara betur í rigningu ....

Lag: Pyramid song

þriðjudagur, september 12, 2006

Veirur og bakteríur eru vinir mínir þessa dagana. Eða óvinir, ef út í það er farið. Allavega er ég orðin hysterísk. Fékk smá illt í augað og hélt auðvitað strax að ég væri með sýkingu. Kannski samt þess virði að tékka á því, fyrst ég get gert það bara sjálf í verklegum tíma.

Bókin sem ég er að lesa er líka yndisleg. Hún heitir í alvöru Clinical microbiology made ridiculously simple og er frekar mikið alltaf í karakter:Síðar í vetur fer ég síðan í lyfjafræði og þá ætla ég að lesa bók sem heitir Pharmacology at a glance. Kannski verður bara best að leita bara aldrei til mín þegar ég verð orðin læknir, allavega verður þekking mín á þessum greinum varla sérlega yfirgripsmikil.

mánudagur, september 11, 2006

Ég hefði fyrirfram ekki trúað því hvað er ótrúlega lovlí að búa niðrí bæ. Laufásvegurinn á ekkert smá vel við mig og útsýnið mitt, vá! Það mega allir koma í heimsókn og sjá.

Það ríkir því mjög almenn ánægja með flutninginn, hjá öllum nema tveimur. Heima á Laufásvegi húkir mjög óánægður köttur sem vill helst alls ekki fara framundan rúminu. Fyrir utan Laufásveg 58 heldur sig annar köttur og mjálmar reiðilega á okkur heimilisfólkið þegar við komum heim. Skiljanlega, við stálum íbúðinni hans.

Í fyrradag tókst honum meira að segja að komast alla leið upp í íbúð, og hann fékk sér svolítið að borða úr matarskálinni hans Muggs. Lán í óláni að þeir hittust ekki, held að það hefði getað orðið smá uppákoma. Nema náttúrlega að þeim tækist að bonda yfir vitleysunni í eigendum þeirra.

11. september í dag.

Allir sem ég þekki muna hvar þeir voru 11. september 2001. Ég tengi svona við nokkra fleiri stóratburði, ég var til dæmis á hótelherbergi við Römbluna í Barcelónu þegar ég frétti að Díana prinsessa væri dáin. Ég var steinsofandi þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak, en ég man afskaplega skýrt eftir forsíðu Morgunblaðsins morguninn eftir þar sem ég stóð í forstofunni hjá afa á Víðimel .....

Hins vegar tengi ég ekki nærri jafn mikið við innlenda atburði sem (allavega sumum) finnast merkilegir! Ég man ekkert hvar ég var þegar Davíð Oddsson tilkynnti um að hann væri að fara að hætta, rámar reyndar óljóst í að hafa verið heima þegar fréttist af því að Halldór væri að segja af sér en það var nú líka bara í sumar.

En ég man nú samt hvar ég var þegar Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Kannski samt bara vegna þess að ég var einmitt stödd í höfuðstöðvum Fréttablaðsins við Skaftahlíðina.


Ég held að 11. september sé líka fínn dagur til að leggja upp í heimsreisu. Óska Önnu Pálu og Barböru góðrar ferðar.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Sumarið bara kom og fór án þess að ég bloggaði. Enda búin að setja standardinn fáránlega hátt, held ég hafi talað um besta sumar í manna minnum ....

Ég er samt ekki frá því að sú spá hafi ræst, allavega skemmti ég mér fáránlega vel. Tónlistarsumarið 2006 verður allavega ábyggilega aldrei toppað ....

1 Ticket to Ride - Bítlarnir. Júní leið ótrúlega hratt og var ekkert svo eftirminnilegur, greyið. Mig rámar samt eitthvað í grill og Bítlana, bæjarferðir og slatta af fótbolta.

2 John Wayne Gacy, jr. - Sufjan Stevens. Við Steindór minn keyrðum austur á land síðustu helgina í júlí. Þórbergssafnið og Heiðardalurinn voru viðkomustaðir og Sufjan Stevens fékk að njóta sín einhvers staðar í óbyggðum firði á Austurlandi, og reyndar aftur í Öxnadalnum á leiðinni heim.

3 The State That I'm In - Belle & Sebastian. Tónleikarnir á Borgarfirði eystri voru auðvitað æði. Þetta minnir líka á Snæfell og öræfin við Kárahnjúka seint um kvöld í fáránlega fallegu veðri.

4 Killing Me Softly - Fugees. "Rúntur" sem við tókum niður að Töfrafossi sem sökkt verður í Hálslón hvað á hverju. Rosalega lélegur vegarslóði en úrvalsfélagsskapur Kristínar, Yngva og Garðars.

5 Fisherman's Woman - Emilíana Torrini. Ég hef aldrei skilið af hverju þetta lag er svona ofboðslega stutt á disknum! Á tónleikunum á Borgarfirði kláraði Emilíana hins vegar lagið. Ég grét.

6 Minn hinsti dans - Páll Óskar. Þar sem Red River Rock, glæsibifreið systur minnar og mágs, er ekki búin geislaspilara var tónlistarvalið í annarra höndum. Þannig atvikaðist það að Páll Óskar setti sinn svip á fallegan laugardag í Fnjóskadal. Afskaplega huggulegur dagur þrátt fyrir jarðarför.

7 Heartbeats - José González/The Knife. Gaman að fá að heyra bæði sama kvöldið, jafnvel þó að við þyrftum að fara á slóðir dólga í Belgíu til þess. Góð byrjun á Pukkelpop!

8 Destiny - Zero 7. Ég svaf af mér Zero 7 tónleikana, upp við vegg í skemmunni þar sem þeir voru haldnir. Ég var samt svo heppin að Sædís mín vakti mig til þess að hlusta á þetta æðislega lag, svo sofnaði ég bara aftur.

9 Exit Music - Radiohead. Að sumra mati hápunktur Pukkelpop. Af persónulegum ástæðum sló samt mitt hjarta kannski fleiri aukaslög við fyrstu hljómana í No surprises. En guð minn góður, hvað þetta var fallegt.

10 Over & Over - Hot Chip. Brjálaðasta dansstemning sumarsins, í risatjaldi í Belgíu með algjöra úrhellisrigningu fyrir utan. Minnir líka á örfáa lúxusdaga í London, enda spilað í annarri hverri verslun þar í borg.

Þannig að þó að skólinn sé byrjaður og sumarið officially farið veg allrar veraldar er það samt ennþá til - í iPodinum mínum.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

sumarið í staðreyndum, og engri sérstakri röð:

-pukkel þýðir fýlapensill, og á pukkelpop fær maður fýlapensla, þökk sé frábærri hreinlætisaðstöðu
-í belgíu er einkennileg stemming, og belgar upp til hópa dólgar
-furðulegasta fólk veit fáránlegustu hluti um land og þjóð. t.a.m. rákumst við helga og steindór á breskan verkamann í london sem mundi eftir jóni páli, og vissi hver magnús scheving er. hvað er það!
-the knife spila ekki algjörlega live á tónleikum
-beck og hans band nota brúður á tónleikum
-zero 7 er besta lúr band í heimi
-hot chip kunna að vera hvað þekktastir á íslandi, þökk sé kb?! alltént voru íslendingarnir þeir einu sem virtust missa sig á pukkel, over&over, yfir over&over
-það er stutt í drukknun á hálendinu
-thom yorke ætti að halda sig við radiohead, og hætta að dilla sér eins og björk á tónleikum
-mick jagger dansar dólgslega. kannski er hann í raun frá belgíu?
-deep cuts er ófáanleg munaðarvara sem ekki er hægt að kaupa úr venjulegri búð að því er virðist
-eurostar lestarstöðin í brussel er einhver ömurlegasta búlla í víðri veröld. waterloo station í london er afturámóti fullkomin, og þar að auki með sturtum og stundum biluðum klósettum sem ekki þarf að borga fyrir
-ef þið farið til madridar er skylda að fara á el tigre og borga undir evru fyrir bjór og fá frían tapas með
-framsóknarflokkurinn er fullur af jónum og hans börnum
-það er ógjörningur að spara pening í london
-öryggisgæslan á heathrow er brandari
-radiohead tekur ennþá karma police á tónleikum
-einhver þarf að taka að sér að kenna frökkum ensku. og jafnvel belgum í leiðinni
-það er ekki gefið að belgískar vöfflur komi með rjóma og sultu
-bretar eru yndi, meiraðsegja þeir sem eru að túristast hér á íslandi
-benham er góður og næringaríkur réttur
-það er vandkvæðum háð að verða fullur í belgíu, jafnvel þó sumar bjórtegundir þar séu um eða jafnvel yfir tólf prósentum
-ferðalög um evrópu stíga yfirhöfuð í mold
-það er "mas o menos" allt "cerrado por obras" í madrid
-staðreyndalistar eru "so last year"
-slettur eru líka glataðar

þessi upptalning er sett fram án ábyrgðar, og þarf á engan hátt að endurspegla skoðanir allra kjallarasystra

sumum kann að langa að lesa ferðasögu sem skilur eitthvað eftir sig og er eðlilegri bæði í tíma og orðalagi. þeim sérvitringsaðilum er bent á síðuna hjá dagnýju

góðar stundir, og reynið að nýta þær fáu sem eftir eru af þessu sumri

laugardagur, júlí 01, 2006

það var ekki í fyrsta skipti sem mér tókst að vera afskaplega kjánaleg í miðbæ reykjavíkur í gærkvöldi. þessi fyrri setning er líka ekki sú óskiljanlegasta sem ég hef ritað hingað til. og hausinn á mér er frekar þungur, þannig að það væri ráð að hætta þessum skrifum hreinlega núna, strax í fæðingu. ég vildi bara koma því á framfæri að ég er á leiðinni í brúðkaup í dag til hennar semi nöfnu minnar, Mardísar. ég held meirað segja að mig hafi dreymt brúðkaup í nótt. það var í fyrsta skipti, áreiðanlega. skál fyrir ást og hamingju. kannski bara friði líka. og eigið góðan dag.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Nú er orðið ljóst að kjallarinn verður ekki lærdómshús systranna næsta vetur. Fyrir hönd fyrrum kjallarasystra óska ég eftir góðhjörtuðum einstaklingum sem eiga kjallara til afnota og eru tilbúnir að fjárfesta í menntun systranna með því að lána hann í vetur. Viðkomandi fær að launum ókeypis læknisvitjanir, lögfræðiaðstoð og sálfræðitíma uns yfir lýkur, frá og með árinu 2012.

Annars verð ég að segja að mér finnst í hæsta máta ósmekklegt þegar æðstu menn fagna ákaft þegar maður er drepinn. Ekki að ég syrgi Zarqaúí, en mér finnst óþarfi að vera með húllumhæ yfir því að hann sé dáinn.

mánudagur, maí 29, 2006

Kjallarasystur eru ekki dánar .... nei, ekki aldeilis.

Ein er reyndar farin til Spánar og önnur kláraði ekki prófin fyrr en í dag. Sú þriðja vinnur við að skrifa og skrifar (kannski þessvegna) ekki mikið hér, aðdáendum er bent á Tímamótasíðu Fréttablaðsins.

Næst á dagskrá:
- sænskunám
- sumar og sól
- sund (Seltjarnarnes fær plús fyrir að opna sundlaugina, en reyndar stóran mínus fyrir kosningaúrslitin um helgina)
- sumarfrí
- stór sólgleraugu

Ég hef tilfinningu fyrir frábærasta sumri í manna minnum ...

sunnudagur, maí 14, 2006

Það fóru fáeinar klst í hvíld eftir prófin áður en næsta hrina hófst. Núna er vinnan hafin með tilheyrandi vakna kl. sjö rútínu, sem ég held btw að ég hafi ekki náð tökum á í allan vetur. En það bætir þó upp svefnleysið að það er bara alls ekki svo leiðinlegt í vinnunni, eins og eftirfarandi uppákomur kunna að sanna;


Á hótelinu er stödd kona undir nafninu Hughes. Hún situr við gestamóttökuna þegar íslenskur bílstjóri kemur inn í anddyrið og spyr eftir henni. Eftir að honum er bent á hvar konan er stödd, snýr hann sér að henni, og það næsta sem við í gestamóttökunni heyrum er "Are you huges?", sagt með háum rómi og yfir allt anddyrið. Grey konan varð sem draugur í framan og muldraði "No, I´m just regular size"...

Síminn hringir;
"Hello, this is Hotel ***, how may I help you?"
"Yes, this is ***, and I´m calling for my company ***. I was wondering; do you provide bus service to gr-een(g)-lan(d)?"
"I´m sorry, did you say Greenland?"
"Yes, gr-een(g)-lan(d). Do you provide bus service there?"
"Umm, I´m afraid that Greenland is another country, and seperated from Iceland by sea"
"No, the shopping mall; Greenglan"
"Oh, Kringlan?"....Stjörnuspáin gerist æ undarlegri;
BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Heili þinn er sem stendur eins og sjónvarp sem ekki er hægt að skipta um stöðvar á. Í stað þess að stilla alltaf á þrálátt vandamál skaltu heldur trufla tíðnina með einhverri afþreyingu. Að hjálpa öðrum beinir athygli þinni frá eigin vandamálum.

?what?

föstudagur, maí 05, 2006

"...they (personality studies) also demonstrate again that when appropriate questions are asked, people can be excellent predictors of their own behaviors."

"...this concerns the doubt whether there is any difference between clitoral and vaginal orgasm...in their study of female sexuality claimed that physiologically there was no distinction, hence the shift from clitoral to vaginal erotogenicity cannot be meaningful. However, even if the orgasm is physiologically identical, it could still remain an important psychological fact that the clitoris or vagina is the preferred source of excitation."Áfanginn er ekki kallaður perri að ástæðulausu. Ef þetta væri ekki svona skrambi mikill lestur, þá gæti ég jafnvel kannski, bara kannski, haft örlítið gaman af þessu. Annars er fyrri tilvitnunin algjört uppáhald.

Samúðarkveðjur til allra sem á því þurfa að halda; jafnt prófamaníusjúklinga sem og annarra.

laugardagur, apríl 29, 2006

þarf hreyfingu til að skynja hreyfingu?


þarf ég svefn til að skynja svefn....?

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Athyglisbrestur

Ég er með athyglisbrest. Skil ekki að hann hafi enn ekki uppgötvast, gegnum skólagönguna sem fer að slaga í tuttugu ár.

Nú hef ég setið í Þjóðarbókhlöðunni síðan klukkan tvö í dag og er komin á blaðsíðu tvö. Og held að það sé næstum kominn tími til þess að fara heim í mat.

kjallarasysturnar

á vef kjallarasystranna rita þrjár systur sem stunda nám við Háskóla Íslands og eyða ótæpilegum tíma í kjallaraholu á melunum.

fyrst og fremst

Háskólinn okkar

Röskva

UVG

tenglar

Aggi

Alma

Anna Pála

Ausa

Ásta

Bjarney

Dagga

Dagný

Dísa

Dísa

Erla

Erna

Eva

Eva María

Fanney Dóra

Halla Kristín

Helgi Hrafn

Hildigunnur

Hjördís

Inga Rós

Jón Eggert

Lísa Emma og Signý

Mummi

Naomi

Oddur

Orri

Sandra

Season all

Skúli

Sólrún

Steindór

Steinunn myndar

Stígur

Tobbi

Tóta Tumi

Ugla

Vala

Þórgunnur

Þórhildur

Þórir

The WeatherPixie

eldra efni

10.04
11.04
12.04
01.05
02.05
03.05
04.05
05.05
06.05
07.05
08.05
09.05
10.05
11.05
12.05
01.06
02.06
03.06
04.06
05.06
06.06
07.06
08.06
09.06
10.06

credits

útlit